FORSÍÐA
HVAÐ ER HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA
MEÐFERÐIR OG TÆKI
SPURT OG SVARAÐ
UM OKKUR
IR meðferð
 

MEDFERÐIR Í BOÐI

Myndir og ítarefni

IR meðferð

Læri

Andlit

Andlit 2

Kviður

Haka

Kviður

 

IR meðferð

Algengar spurningar um IR meðferð

Hverning virkar meðferðin?
Tækið sendir innrauðan geisla í dýpstu lög húðarinnar. Hiti losnar í bandvef húðarinnar sem hefur þau áhrif að bandvefurinn dregst saman og slappur vefur verður stinnari. Afleiðing af þessu er aðhúðin dregst saman og verður stinnari.

Hvaða svæði er hægt að meðhöndla með þessari meðferð?
Í raun og veu er hægt að meðhöndla hvaða húðsvæði sem er með þessari meðferð, en algengast er að eftirtalin svæði séu meðhöndluð:

Slöpp lafandi húð í andliti (andlitslyfting)
Slöpp lafandi húð á hálsi
Slöpp húð á kvið, t.d. eftir barnsburð
Slöpp lafandi húð á handleggjum og lærum

Er þessi meðferð frábrugðinn meðferð með öðrum IR tækjum?
Meðferð með Palomar IR tækinu byggir á að senda röð af litlum geislaskömmtum. Hver geislaskammtur veldur því að litlar súlur af löskuðum vef myndast djúpt í húðinni, en í kring er algjörlega óbreyttur vefur. Af þessum orsökum eru þeir sem eru meðhöndlaðir með Palomar IR tækinu fljótari að jafna sig en þeir sem eru meðhöndlaðir með öðrum sambærilegum tækjum.

Er þessi meðferð örugg? Er meðferðin sársaukafull?
Þessi meðferð hefur í för með sé minni aukaverkanir en sambærileg meðferðarform. Óþægindin eru minni og húðin er fljótari að jafna sig vegna þess að eftir hverja meðferð er hluti húðarinnar er ólaskaður og algjörlega óbreyttur vefur inn á milli. Einnig er notuð þriggja þrepa kæling. Húðin er kæld fyrir meðferð, á meðan á meðferð stendur og eftir meðferðina. Þetta veldur því að lítil óþægindi koma fram á meðan á meðferðinni stendur.

Hverju má ég búast við eftir meðferðina?
Líklegt er að þú finnir fyrir hita, roða og smá þrýsting á því svæði sem meðhöndlað var. Þessi einkenni ganga venjulega yfir á nokkrum klukkustundum. Venjulega getur þú farið beint í vinu sama dag og meðferðin fer fram. Batinn byrjar ekki að koma fam fyrr en eftir nokkrar vikur.

Oftast þarf nokkrar meðerðir með 4-6 vikna millibili til að ná tilætluðum árangri.

Bæklingur
Smelltu á myndina hér að ofan til að hala nður bækling um meðferðina (á ensku)


Steingrímur Davíðsson húðsjúkdómalæknir sýnir hvernig meðferðin fer fram

 


 
server monitoring Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1 - 201 Kópavogi - Sími 520 4444 - Fax 520 4400