FORSÍÐA
HVAÐ ER HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA
MEÐFERÐIR OG TÆKI
SPURT OG SVARAÐ
UM OKKUR
Æðar
 

MEDFERÐIR Í BOÐI

Myndir og ítarefni

Æðar ganglimir 1

Æðar á ganglimum

Æðar á ganglimum

 

 

Æðar á ganglimum

Hvernig eyðir Palomar laserinn æðunum?
Lasertækið gefur frá sér samþjappað ljós af ákveðinni bylgjulengd. Hver bylgjulengd ljóss er tekin upp af ákveðnum skotmörkum svo sem blóði, vatni eða litarefni húðarinnar. Palomar Lux 1064 hausinn gefur frá sér lasergeisla af bylgjulengdinni 1064 nanómetrar sem er kjörbylgjulengd til að hita upp blóð. Lasergeislinn er gefinn í púlsum og hitar upp blóðið innan í litlu æðunum á ganglimunum. Þegar blóðið hitnar þá hefur það áhrif á klæðningu æðanna sem veldur því að þær dragast saman og hverfa.

Hvernig eru lasermeðferðir með Palomar Lux 1064?
Sá sem meðhöndlar færir laserhausinn yfir húð þína og fylgir litlu æðunum sem á að meðhöndla. Hann sendir laserpúlsa á æðina um leið og hann fer yfir hana. Hver púls sendir ljósgeisla gegn um húðina. Ljósblossi, lágvært píp og væg stingandi tilfinning segir þér hvenær púlsinn hittir æðina.

Er meðferðin örugg? Er meðferðin sársaukafull?
Læknirinn þinn mun fara yfir ávinning af meðferðinni og hugsanlega áhættu við hana. Palomar meðferð á ganglimaæðum er fremur örugg og flestum finnst hún ekki mjög óþægileg. Tækið gefur frá sér lasergeislann í einum mjúkum púlsi til að vernda húðina fyrir skyndilegri hækkun hitastigs í henni. Þar að auki rennur kælivökvi gegn um hausinn þannig að snertiflöturinn við húðina er alltaf kaldur. Þessi kæling veldur því að þú finnur lítinn hita við meðferðina.

Hverju get ég búist við eftir meðferð?
Strax eftir hverja meðferð getur þú vænst þess að sjá eitthvað af eftirtöldu:

Æðin hverfur
Æðin dökknar
Æðin minnkar

Húðin í kringum æðarnar getur orðið ljósrauð tímabundið og verið aðeins bólgin í um sólarhring. Oft getur þurft fleiri en eina meðferð til að ná tilætluðum árangri. Sérstaklega á þetta við ef meðhöndla á margar æðar á stórum svæðum.

Læknirinn þinn mun gefa þér frekari upplýsingar meðferðina.

 


 
server monitoring Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1 - 201 Kópavogi - Sími 520 4444 - Fax 520 4400