FORSÍÐA
HVAÐ ER HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA
MEÐFERÐIR OG TÆKI
SPURT OG SVARAÐ
UM OKKUR
Öldrun
 

EINKENNI

Myndir

Hrukkur í húð
Áberandi hrukkur hjá einstakling sem hefr evrið mikið í sól. Svipuð mynd sést oft hjá reykingafólki.

Niðurbrot bandvefs
Hér eru bandvefsþræðirnir horfnir á stórum svæðum. Húðin hefur því misst teygjanleika sinn og hrukkur myndast auðveldlega.

Hrukkur

Hrukkur og öldrun húðarinnar

Hrukkur er eðlilegur hluti þess að eldast. Hrukkur byrja að myndast fyrir þrítugt. Smám saman verður húðin þynnri, þurrari og ekki eins teygjanleg. Samfara þessum breytingum á húðin erfiðara með að vernda sig gegn ytri áreitum og skaða.

Þegar við eldumst verður aukið niðurbrot á bandvef ( kollageni ) í neðri lögum húðarinnar ( dermis ) og minnkuð nýmyndun af bandvef. Einnig minnkar teygjanleiki húðarinnar þegar teygjanlegum þráðum ( elastiskum þráðum ) fækkar. Hve miklar hrukkur við fáum og hve snemma þær koma ræðst af mörgum þáttum.

Suma af þessum þáttum er hægt að hafa áhrif á en aðra ekki.

Erfðaþættir ráða því hvernig húð við fáum og hve semma við fáum hrukkur og hvernig hrukkurnar verða.

Umhverfisþættir eru mikilvægir.

Þeir sem skipta mestu máli eru:

Sól
Reykingar
Endurteknar andlitshreyfingar

Endurteknar andlitshreyfingar ss. bros valda fíngerðum hrukkum. Í hvert skipti sem við notum andlitsvöðva myndast lína undir yfirborði húðarinnar. Þegar húðin eldist minnkar teygjanleiki hennar og hrukkan verður dýpri.

Reykingar hraða eðlilegu öndrunarferli húðarinnar og auka því hrukkur. Húð á reykingarmanni er grárri og daufari og hrukkurnar dýpri.

Sól skiptir mestu máli af umhverfisþáttunum. Öldrun húðarinnar verður mikið hraðari af völdum útfjólublárra geilsa ( UV geisla ) og hrukkur myndast. UV geislar hraða niðurbroti bandvefs og teyjanlegra þráða í leðurhúð. Þetta veldur síðan því að stinnleiki og teygjanleiki húðarinnar minnkar.

Ljósabekkir gefa frá sér UV geilsa og hafa því slæm áhrif á húðina og flýta fyrir öldrun hennar og hrukkumyndun.

Almenn ráð til að bæta útlit húðarinnar eru: Verðu húðina fyrir sólargeislum

Notaðu góða sólarvörn og rakakrem með sólarvörn. Reyndu að verja húðina með fötum og höfuðfati þegar þú ert í sterkri sól. Slepptu því að fara í ljós. Í ljósum eru UV geislar.
Notaðu rakkrem ef húðin er þurr.
Reyktu ekki.

Engin auðveld leið er til þess að vinan bug á einkennum sam fylgja öldrun húðarinnar. Oft má þó draga verulega úr slíkum einkennum með fractional og IR meðferð.

 


 
server monitoring Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1 - 201 Kópavogi - Sími 520 4444 - Fax 520 4400