FORSA
HVAÐ ER HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA
MEÐFERÐIR OG TÆKI
SPURT OG SVARAÐ
UM OKKUR
Unglingabólur
 

EINKENNI

Myndir

Acne 2

Bólur

Bólur

Bólur

Bólur

Bólur

Bólur

Bólur

Laser

 

Unglingabólur

Hvað eru unglingabólur?
Þrymlabólur, stundum kallað acne, bólusjúkdómur, eða unglingabólur, byrja venjulega á unglingsárum og hverfur oftast milli 20 og 30 ára aldurs. Í sumum tilvikum er sjúkdómurinn mjög þrálátur og getur verið virkur mun lengur. Í öðrum tilvikum byrjar sjúkdómurinn eftir unglingsár. Sjúkdómurinn leggst á fitukirtlana í húðini. Hjá einstaklingum með ákveðna erfðatilhneigingu geta eðlilegar hormónabreytingar kynþroskaáranna framkallað acne. Vegna þessa að sjúkdómurinn leggst á fitukirtlana er hann algengastur á þeim svæðum þar sem mikið er af fitukirtlum í húðinni, þ e a s í andliti, baki og efri hluta brjósts. Húðbreytingarnar sem eru afleiðingar sjúkdómsins hafa ólíkt útli eftir eðli og hversu alvarlegur sjúkdómurinn er.

Hver eru einkennin?
Fílapennslar, graftrarbólur og bólur eru algengar húðbreytingar, en þegar sjúkdómurinn kemst á hástig sjást oft graftrarfyllt holrúm. Fyrstu breytingarnar eru fílapennslar sem eru lokaðir fitukirtlar. Oft komast bakteríur í fitukirtilinn sem þá bólgnar upp og myndar bólu eða graftrarbólu.

Hvað get ég gert?
Fæða. Það er útbreidd skoðun leikmanna að fæðuval hafi áhrif á sjúkdóminn. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á slíkt í stórum vönduðum rannsóknum. þeim sem eru sannfærðir um að ákveðin fæða geri sjúkdóminn verri er þó venjulega bent á að forðast þá fæðu. Húðin. Í flestum tilvikum nægir að þvo húðina með venjulegri mildri sápu. Of mikill þvottur getur verið skaðlegur. Fyrir þá sem hafa mjög feita húð eru til sérstakar hreinsilausnir. Ekki er ráðlegt að nota efni sem sótthreinsa húðina vegna þessa að mörg þeirra geta skaðað húðina. Einnig ber að varast ofnotkun snyrtivara og sumar snyrtivörur geta beinlínis framkallað bólur. Sól. Í flestum tilvikur mildast sjúkdómurinn í sól Að kreista fílapennsla. Þó að þessi meðferð miði að því að tæma teppta fitukirtla er ekki ráðlegt að klemma fitukirtlana með nöglunum því hætta er á að bólgan í húðinni aukist við þetta.

Hvernig er sjúkdómurinn meðhöndlaður?
A-vítamínsýra er mjög öflugt lyf gegn bólum. Dæmi um A-vítamínsýrulyf er Aberela og Differin Gallinn við lyfið er sá að flestir verða fyrst verri í húðinni og að örugg áhrif sjást ekki alltaf fyrr en eftir 6-8 vikur. Mjög góð áhrif eru venjulega komin eftir 12-16 vikur. Mikilvægt er því að vera þolimóður. A-vítamínsýra er besta lyfið gegn fílapennslum. Í upphafi meðferðar kemur venjulega fram húðroði og húðin getur orðið þurr og skrælnuð. Þetta gengur venjulega yfir. Ef vart er mikils roða í byrjun meðferðar er best að nota lyfið eingöngu á kvöldin í byrjun, en auka síðan eftir því sem lyfið þolist betur. Ef mjög mikill roði kemur fram í byrjun meðferðar má þvo lyfið í byrjun af eftir 2-4 klst, en auka þennan tíma smám saman þar til lyfið þolist tvisvar á dag. Þeir sem verða mjög þurrir geta reynt að nota hlaup í stað krems. Ekki á að bera lyfið oftar á en tvisvar á dag.
Bensóýl peroxíð hefur einnig áhrif á fílapennsla, en ekki eins kröftuga og A-vítamínsýra. Dæmi er Benoxyl og Panoxyl. Lyfið hefur einnig baktreíudrepandi áhrif. Venjulega fylgir einhver húðerting en ekki eins mikil og við A-vítamínsýru. Getur litað föt og rúmföt. Er venjulega notað með A-vítamínsýru og þá oft bensóýyl peroxíð að morgni en A-vítamínsýra að kvöldi.
Sýklalyf eru oft gefin útvortis. Algengustu lyfin eru erýþrómycín (Zineryt) og klindamycín (Dalacin). Talið er að lyfin virki með því að drepa bakteríurnar í fitukirtlunum. Lyfin eru borin á bólusvæðið tvisvar á dag. Eru oft notuð með öðrum lyfjum. Aukaverkanir eru sjaldgæfar. Azelaisýra (Skinoren) er tiltölulega nýtt lyf gegn bólum. Verkun þess er fjölþætt. Lyfið hefur bæði bein áhrif á fitukirtlana og þær bakteríur sem sýkja kirtlana. Lyfið þolist mjög vel og veldur sjaldan aukaverkunum. Lyfið er borið á bólusvæðið tvsivar sinnum á dag eftir að húðin hefur verið hreinsuð vel með vatni. Lyfið skal borið þykkt á og því nuddað vel inn í húðina. Nokkurn tíma getur tekið áður en áhrif af lyfinu sjást og er heildarmeðhöndlunartími oft 6-12 mánuðir.

Við erfiðari form acne, eða þegar útvortis meðferð hefur mistekist eru venjulega gefnar töflur. Algengasta meðferðin eru sýklalyf, tetracyklín, eryþrómycin eða súlfalyf. í flestum tilvikum er einnig gefin útvortis meðferð, oftast A-vítamínsýra. Tetracyklínlyf eru algengasta töflumeðferðin gegn acne. Reynslan af þessari meðferð er löng og áhrifin oftast mjög góð. Talið er að lyfið verki með því að eyða bakteríum í fitukitlunum, sem síðan hefur í för með sér að minna myndast af ertandi fitusýrum sem geta valdið bólgu. Aukaverkanir eru sjaldgæfar. Í einstaka tilvikum finna sjúklingar fyrir ógleði eða vægum niðurgangi. Mjög sjaldgæfar aukaverkanir eru sólarofnæmi og lifraráhrif. Af þessum sökum er þó ekki ráðlegt að stunda sólböð á meðan lyfin eru tekin. Þungaðar konur ættu ekki að taka lyfið. Ekki má taka lyfið með mjólkurvörum eða járnlyfjum því þá nýtist lyfið illa. Heildarmeðferðartími er venjulega 4-8 mánuðir. Dæmi um þessi lyf eru Doxytab, doryx og Minocin. Eryþrómycín er oft gefið þeim sjúklingum sem ekki þola tetracyklín. Aukaverkanir eru svipaðar og af tetracyklinum, nema að ekki er hætta á sólarofnæmi í tengslum við töku þessa lyfs. Dæmi um þetat lyf eru Ery-max og Abboticin.

Ísotretinoin er gefin sem töflur þegar um er að ræða mjög erfið tilfelli. Vegna aukaverkana er lyfið einungis notað við verstu tilvikin og þegar önnur meðferð hefur verið reynd til fullnustu. Lyfið er mjög kröftugt og verkar beint á fitukirtlana sem rýrna mjög meðan á meðferð stendur. Stundum nægir þessi rýrnun til að varnalegur bati fæst að hluta. Á meðan á meðferð stendur þarf að fylgjast með blóði á sex vikna fresti. Nánar má sjá um þetat lyf á sjúkdómaleiðbeiningasíðunni. Að lokum. Meðferð gegn bólum er áhrifarík, en tekur í flestum tilvikum langan tíma. Það er því nauðsynlegt að vera þolinmóð(ur). Gangi þér vel í baráttunni við bólurnar.

Lasermeðferð
Í þeim tilfellum sem önnur meðferð hefur ekki haft áhrif eða í þeim tilfellum sem ekki er talið æskilegt að nota lyfjameðferð er hægt að nota laser meðferð. Þessi meðferð er ný og hefur reynst vel. Notað er Starlux tækið frá Palomar. Geislinn sem kemur frá tækinu eyðir P Acne s bakteríunum og minnkar þannig bólumyndun í húðinni. Þessi geisli eða er alveg skaðlaus fyrir húðina og hefur einungis áhrif á bakteríurnar. Meðferðin er nánast sársaukalaus og er framkvæmd aðra hverja viku í 2 mánuði. Sjá nánar sérstaka umfjöllun.

 


 
server monitoring Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1 - 201 Kópavogi - Sími 520 4444 - Fax 520 4400