FORSÍÐA
HVAÐ ER HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA
MEÐFERÐIR OG TÆKI
SPURT OG SVARAÐ
UM OKKUR
Rósroði
 

AUGLÝSINGAR

 

 

Hvað er rósroði?


Þessari spruningu hefur í raun og veru þegar verið svarað. Sjá umfjöllun annars staðar á síðunni.

Rosacea (rósroði) er langvinnur sjúkdómur sem yfirleitt fer fyrst að láta á sér kræla upp úr þrítugu. Sjúkdómurinn lýsir sér með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Það eru ekki til greinargróðar upplýsingar um algengi sjúkdómsins. Það vill þó þannig til að sænskur kunningi minn, Mats Berg ásamt Sture Lidén prófessor hefur gert þá rannsókna sem oftast er vitnað til að því er varðar nýegngi. Í rannsókn þeira félaga kom í ljós að algengi rósroða í Svíþjóð var 14% hjá konum og 5% hjá körlum. Þrát fyrir að sjúkdómurinn sé algengari hjá konum eru erfiðustu tilvikin oftast hjá körlum. Það er talið að það stafi af því að karlar leiti sér seinna hjálpar en konur og þá er erfiðara að eiga við sjúkdóminn.

Rósroði er algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð, frekar en dökka og sjúkdómurinn kemur oftar fram hjá þeim sem strax í æsku roðna auðveldlega. Það er ekki hægt að lækna rósroða en mikið hægt að gera til að hægja á sjúkdómnum og draga úr einkennum. Með tilkomu lasertækninnar er í sumum tilvikum sé hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, eða leggja hann í dvala í nokkur ár.

Einkenni:
Roði. Aðal einkenni sjúkdómsins er roði í andliti. Roðinn líkist oft sólbruna og stafar auknu blóðflæði í gegnum æðarnar í andlitshúðinni svo og að andlitsæðaranr víkka út. Í fyrstu er þessi roði tímabundinn, en þegar frá líður verður roðinn varanlegri og meira bláleitur. Margir kvarta um bruna- eða sviðatilfinninu og stundum er þroti í húðinni. Hjá sumum sjúklingum er húðin mjög þurr.
Bólur og graftrarbólur. Þegar rósroðinn kemst á hærra stig myndat oft smábólur. Stundum minna slíkar bólur á bólur þær sem sjást hjá unglingum. Í sumum tilvikum myndast graftrarbólur. Í kringum bólur má oft sjá töluverða bólgu. Til aðgreiningar frá unglingabólum sjást ekki fílapennslar.
Æðaslit. Æðaslitin eru oft ríkur þáttur í sjúkdómsmyndinni. Það er talið að æðaslitin myndist eftir endurtekin roðaköst og um getur verið að ræða örsmár æðar upp í mjö stórar æðar. Í mörgum tilvikum aukast æðaslitin eftir því sem sjúkdómurinn hefur staðið lengur.

Ekki er þekkt hvað veldur rósroða. Helicobacter pylori, sem er bakterían sem veldur magasári hefur stndum verið tengd rósroða, en rannsóknir að því er það varðar hafa verið mjög misvísandi. Húðmaurinn Demodex folliculorum, sem er hluti af eðlilegri flóru húðarinnar hefur einni verið tengdur rósroða, en einnig þar hafa rannsóknir evrið misvísandi. Sum lyf sem hafa áhrif á þennan maur, eins og metronidazol hafa gagnast vel við meðferð á rósroða. Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins.

Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum. Fyrsta meðferð er yfirleitt sýklalyf til inntöku. Mest eru notuð lyf úr tetracyklinflokknum, tetracyklin, minocyklin (Minocin) eða doxycyklin (doxytab, doryx). Erythromycin (Abboticin, Ery-max)er einnig mikið notað. Önnur lyf seme ru notuð eru metronidazol (Flagyl) og ampicillin. Meðferðin er yfirleitt nokkuð löng, oft svo mánuðum skiptir.Oft eru einnig notuð útvortis sýklalyf, samhliða eða ein sér. Algengasta útvortis lyfið er metronidazol. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að azelaicsýra (Skinoren) sem er lyf sem er notað gegn unglingabólum virðist hafa gó árif á rósroða.

Lasermeðferð. Þó orsakir rósroða seú ekki þekktar að fullu eru flestir sammála um að æðaþátturinn er mjög mikilvægur í meingerð sjúkdómsins. Til skamms var ekki hægt að hafa áhrif á þann þátt, en með tilkomu lasertækninnar hafa opnast möguleikar á því.
Lasermeðferðin byggir á að eyða æðaslitum og skemmdum æðum úr húðinni og það virðist að á þann hátt sé hægt að draga úr sjúkdómseinkennum og í sumum tilvikum að einkenni gangi tilbaka að mestu. Reynslan af slíkri meðerð er ekki nægilega löng til þessa að segja fyrir um hversu varanleg slík meðferð er, en þó má fullyrða að hér er um mjög merka nýjung að ræða.

Ýmsir þættir geta haft áhrif á rósroða og það er mikilvægt fyrir þá sem þjást af þessum sjúkdómi að þekka þá þætti.

   
Sólin
Stress
Heitt veður
Áfengi
Kryddaður matur
Áreynsla
Heit böð
Kallt veður
Heitir drykkir
Mikill loftraki
Snyrtivörur
Ávextir
Lyf
 

 

Að lokum má benda á að steralyf útvortis hafa mjög slæm áhrif á rósroða og virðast í sumum tilvikum geta valdið rósroða án þess að að slík tilhneiging sé fyrir hendi. Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem hafa rósroða að forðast notkun steralyfja í andlitið.Einnig vil ég benda á síðu bandaríska rósroðafélagsins sem er mjög góð. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi þess hve birtingarform rósroða geyur verið mismunandi.

 

 

 


 

server monitoring

Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1 - 201 Kópavogi - Sími 520 4444 - Fax 520 4400